Í aðdraganda Viðskiptaþings var kosin stjórn og formaður með rafrænum hætti. Sem fyrr er kosningin hlutfallskosning þannig að atkvæðamagn stýrist að nokkru af framlagi viðkomandi fyrirtækis / einstaklings til ráðsins.
Kosningin var framkvæmd í nýjustu útgáfu kosningakerfisins og ýmsar nýjungar kynntar þar til sögunnar sem auðvelduðu þátttakendum kosninguna og tryggðu að aldrei fór á milli mála hvernig framkvæma ætti kosninguna.
Mjög vel var haldið utan um framkvæmdina af hálfu Viðskiptaráðs enda skilaði það sér í bestu þátttöku í kosningu á þeirra vegum frá upphafi. Gott verkefni sem gekk sérlega vel.