Skip to content

Kona fer í stríð

Félagsmenn í ÍKSA – Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni velja ár hvert þá kvikmynd sem þeir telja að eigi að vera framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna. Eins og undanfarin ár hefur Könnuður séð um framkvæmd rafræns vals fyrir hönd ÍKSA. Félagsmönnum eru sendir rafrænir kjörseðlar eða vallistar þar sem þeir velja þá mynd sem þeir telja sigurstranglegasta. Í þetta sinn var það kvikmyndin Kona fer í stríð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar sem varð fyrir valinu – Það hvort myndin hlýtur náð fyrir augum Óskarsverðlaunaakademíunnar sem ein af 5 forsvalsmyndum kemur í ljós í janúar 2019.
Nánar á mbl.is >>