Sérlausnir
Outcome kannanir hafa þróað og rekið alhliða kannanakerfi um langt skeið. Allt frá því að fyrsta útgáfa kerfisins kom út höfum við leitast við að hluta á viðskiptavini og mæta óskum þeirra. Þannig hafa margar lausnir fyrirtækisins orðið til. Það hjálpar að við vinnum með okkar eigin hugbúnað en ekki tilbúnar lausnir erlendis frá. Við höfum fullt frelsi og mikinn sveigjanleika til að mæta óskum viðskiptavina.
Ef þú ert mér ósk um breytingar eða aðlögun hugbúnaðar að þínu umhverfi eða hugmyndum þá hikaðu ekki við að hafa samband. Sumt fellum við inn í grunnkerfið og það nýtist þá öllum viðskiptavinum en einnig er hægt að sérsmíða lausnir sem falla að óskum einstakra viðskiptavina. Dæmi um það eru ýmis gæðamatskerfi og sértækar lausnir í skýrslugerð.
Farið er með allar óskir og hugmyndir að sértækum lausnum sem trúnaðarmál og unnið úr þeim í nánu samstarfi við viðskiptavin.