Skip to content

Þróun kannanakerfis gengur vel

Þróun á nýrri útgáfu af kannanakerfinu gengur vel. Ákveðið var fyrir rúmum 2 árum að vinna nýtt kerfi alveg frá grunni í stað þess að byggja á eldra kerfi. Það er komið til ára sinna og því fæst meira og betra svigrúm til uppbyggingar og aðlögunar með þessari nálgun. Enn stendur það fyrir sínu og mun gera næstu mánuði en nú í mars hefjast prófanir og stefnt er að því að í sumarbyrjun verði nýtt kerfi kynnt fyrir viðskiptavinum.

Þar verður á ferðinni útgáfa sem uppfyllir allar almennar kröfur í kannanagerð en svo er gert ráð fyrir áframhaldandi þróun, bæði á almennum lausnum svo og á sértækum lausnum m.a. á sviði ánægjumælinga og samþættingu fjölbreyttra upplýsingasafna inn í sameiginlega greiningu gagna.  

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *