Þorkell Helgason ber saman kjör forseta og borgarstjóra

Þorkell Helgason skrifaði áhugaverða grein í aðdraganda forsetakosninga. Þar ber hann saman aðferðir við kjör forseta Íslands og borgarstjóra Lundúnaborgar.

Aðferðin við val á forseta Íslands er einföld – Kjósendur merkja við eitt nafn á kjörseðli og sá sem flest atkvæði hlýtur er réttkjörinn forseti óháð því hve stórt hlutfall kjósenda kaus viðkomandi frambjóðanda. Í borgarstjórnarkosningum í Lundúnum völdu kjósendur aðalval og ef þeir vildu máttu þeir velja varaval sem varð virkt ef þeirra meginval félli út við uppreikning atkvæða.

Niðurstaðan í Lundúnum var sú að Sadiq Khan sigraði með 50,4% atkvæða  en í íslensku forsetakosningunum sigraði Guðni Th. Jóhannesson með 39,1% atkvæða.  

Hver aðferð hefur sína kosti og galla en sama aðferð og notuð var í London ( Single Transferable Voting) gagnaðist vel við val á Stjórnlagaþing 2010 og í nýafstöðnu formannskjöri Samfylkingarinnar. 

Sjá grein Þorkels Helgasonar sem birtist í Fréttablaðinu þann 12. maí. >>

Leave a Reply

Your email address will not be published.