Kannanakerfið mætir öllum almennum kröfum notenda og rannsakenda bæði í uppsetningu og framsetningu kannana, útsendingu með öruggum og árangursríkum hætti og loks þegar að úrvinnslu kemur. Þar er kostur á að vinna skýrslur innan kerfisins eða að færa gögn yfir í önnur kerfi.
Vinsælasti hugbúnaður á Íslandi til að vinna tölfræði er SPSS. Tölfræðiforritið SPSS er öflugt forrit til að vinna úr megindlegum gögnum og flestir háskólastúdentar sem vinna rannsóknir þar sem megindleg gögn verða til nýta SPSS. Um langt skeið hefur möguleiki á einföldum gagnaútflutingi yfir í SPSS verið til staðar í kerfinu og í uppfærslu sem kom út nú í janúar hefur gagnaröðun verið bætt enn frekar og útflutingur gagna yfir í SPSS því orðinn einn þægilegri en áður og eftirvinnslan auðveldari.