Skip to content

Rafrænar kosningar þurfa ekki að vera miklar að umfangi

  • by

Rafrænar kosningar hafa verið áberandi þegar fjallað er um kjarasamninga en nú orðið er það frekar reglan að þegar kosið er um verkfallsaðgerðir eða kjarasamninga beita menn rafrænum kosningum því það er einfaldara og ódýrara. Rafrænar kosningar geta vel hentað við önnur tækifæri t.d. þegar velja skal stjórn í félag eða velja menn til trúnaðarstarfa. Með rafrænni kosningu er hægt að ná til starfsmanna og/eða félagsmanna sem geta verið vítt og breitt um landið og auðvelt er að koma góðum upplýsingum á hópinn. Það hefur sýnt sig að þátttaka í slíkum kosningum er yfirleitt góð á sama tíma og þátttakan eflir félagsvitund þeirra sem þátt taka.

Við gætum þess að kostnaður við svona framkvæmd sé hóflegur. Félög geta átt sína kjörseðla tilbúna til notkunar og því er með skömmum fyrirvara og lítilli fyrirhöfn hægt að ræsa kosningu. Þegar þetta hefur verið gert einu sinni verður það enn auðveldara næst því félagmenn eru fullkomlega meðvitaðir um hvernig svona kosningar ganga fyrir sig.

Hér má sjá dæmi um kjörseðil þar sem tveir voru í framboði til trúnaðarmanns.