Rafræna prófakerfið bætt og uppfært

Kannanakerfið nýtist ekki eingöngu sem kannanakerfi því sá grunnur sem þar hefur verið byggður upp gerir okkur mögulegt að reka kosningar, smíða rafræn eyðublöð og framkvæma próf svo eitthvað sé nefnt. Rafræn próf geta bæði nýst í skólastarfi og í atvinnulífinu.

Í skólastarfi

Bæði kennarar og nemendur geta á skömmum tíma og með einföldum hætti útbúið próf sem hægt er að leggja fyrir og fá fram niðustöðu án mikillar og flókinnar vinnu. Auðvitað þarf allaf að vanda spurningagerðina en restin af framkvæmdinni er leikur einn.

Í atvinnulífinu

Þó próf séu tengd skólastarfi í huga fólks eiga þau ekki síður við í atvinnulífinu en sem hluti af endurmenntun eða móttöku nýliða getur prófakerfið styrkt þekkingu og hæfni starfsfólks. Í síbreytilegu umhverfi þar sem ábyrgð fyrirtækja er mikil og gæði þjónustu er lykilárangursþáttur er einfaldlega of dýrt að sinna ekki þjálfun og fræðslu. Eðlilegur endapunktur getur í mörgum tilfellum falist í að fá staðfestingu á þekkingu með prófi. Ef það er ekki gert er ekki tyggt að öryggis sé gætt né að rétt þjónustustig sé til staðar.

Fleiri möguleikar 

Nýlega bættist við kannanakerfið endurbætt útgáfa af prófakerfi sem gerir notendum kerfisins auðvelt að leggja rafræn próf fyrir. Hægt er að leggja fyrir bæði einvals og fjölvals spurningar ásamt því að taka við opnum svörum. Auk þess er sérstök virkni þar sem hægt er að takmarka próftíma frá því að prófið er opnað, einkunnastillingar með mismunandi forsendum og loks er hægt að stilla inn lágmarkseinkunn sem verður að nást svo þátttakandinn standist prófið. Ennfremur er mögulegt að próftakandinn fái sínar niðurstöður sendar í tölvupósti í kjölfar þátttöku þannig að hann hafi tækifæri til að fara yfir svör sín og ígrunda niðurstöðuna.  Á okkar tímum eiga próf ekki að vera refsivöndur heldur hjálpartól sem draga fram styrk og veikleika sem þá má vinna með. 

Leave a Reply

Your email address will not be published.