Skip to content

Rafræn kosning á aðalfundi SFS

Þann 1. apríl sl. héldu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sinn árlega aðalfund. Í fyrsta skiptið var stjórn samtakanna kjörin í rafrænni atkvæðagreiðslu. Ólíkt sumum öðrum samtökum atvinnurekenda fer atkvæðagreiðsla SFS fram á fundinum sjálfum en ekki í aðdraganda hans. Rafræna atkvæðagreiðslan kemur í stað handauppréttinga en það sem skiptir miklu máli hér er að taka þarf með í reikninginn útreikning atkvæðavægis hvers aðildarfyrirtækis. Þannig geta verið fá eða fjölmörg atkvæði á bakvið eina handauppréttingu. 

Í tilfelli SFS fengu fundarmenn kjörgögn afhent við komu á fund og í þeim gögnum var m.a. margnota kjörlykill sem var eyrnamerktur viðkomandi fyrirtæki. Kjörlykill sem nýta mátti í öllum mögulegum kosningum sem fram gætu farið á fundinum. Til að auðvelda aðgengi að kjörseðlum voru þeir þannig úr garði gerðir að eftir að kjörlykill viðkomandi hafði verið sleginn inn var auðvelt að nýta þá í snjalltækjum, símum og spjaldtölvum og langflestir fundarmenn nýttu sér þann kost. Einnig var sett upp kjörstaður á fundinum fyrir þá sem það vildu. 

Þessi framkvæmd heppnaðist ágætlega og engin stór vandkvæði urðu í framkvæmdaferlinu. Þó að aðeins hafi verið kosin stjórn í þetta skiptið er ljóst að þessi tækni gefur samtökum og félögum tækifæri til að greiða atkvæði um einföld og flókin mál á fundum bæði undirbúið og óundirbúið. Þó svo fundir geti verið mannmargir og að um hlutfallskosningu sé að ræða er framkvæmdin auðveld og óyggjandi niðurstöður liggja strax fyrir á fundinum. Eitthvað sem væri óhugsandi án tækninnar.

Þórður H.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *