Öflugra og einfaldara kerfi til að stýra afleiðum

Í lok maí fór fram stór uppfærsla á kannanakerfinu og þar höfum við endurbætt margskonar virkin i í kerfinu. Eitt af því sem notendur taka eftir er að miklu auðveldara er að setja upp afleiður en áður. En þar er annarsvegar stýrispurning og hinsvegar afleiðuspurningar sem birtast í takt við stýringuna sem sett hefur verið upp. Uppsetning þessara stýringa er nú sjónrænni en áður en býður einnig uppá flóknar stýringar þar sem tiltekin svör við fleiri en einni spurningu þurfa að koma saman til að afleiðuspurning verði virk. Með þessum breytingum mætum við kröfuhörðustu notendum hvað varðar flóknar afleiður.  

Leave a Reply

Your email address will not be published.