Oddný Harðardóttir kjörin formaður Samfylkingarinnar

Oddný Harðardóttir er nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar. Hún hlaut 59,9 prósent atkvæða af þeim 3,787 atkvæðum sem greidd voru í prófkjörinu. Svokallaðri STV aðferð var beitt í formannskjörinu og atkvæði uppreiknuð þar til nýr formaður fékk hreinan meirihluta atkvæða. 

Framkvæmdin gekk vel fyrir sig og þetta er umfangsmesta notkun Outcome kannana á Íslykli en hann var nýttur til auðkenningar og innskráningar fyrir félagsmenn Samfylkingarinnar.