Ný útgáfa – gott verður betra

Kannanakerfið okkar hefur verið í samfelldri þróun frá 2015 og það leysir eldra kerfi af hólmi. Um mitt ár 2017 voru fyrstu kannanaverkefnin leyst með nýju kerfi en formleg útgáfa fór fram í byrjun sumars 2018. Mikil þróun hefur farið fram og nú í seinnihlutanum prófanir í raunumhverfi. Til að nefna nokkur atriði má segja frá því að: 

  • Spurningagerðir eru nú fleiri en nokkru sinni og skapa notendum nýja möguleika
  • Umsýsla með þátttakendur er betri en áður og upplýsingar um árangur póstsendinga eru miklar og skýrar
  • Skýrslugerðin er nú betri en áður – Öll framsetning línurita og annarra upplýsinga er sérlega góð og auðvelt að færa niðurstöður í bæði pdf og Word skjöl.
  • Útflutningur gagna á sniði sem hentar SPSS er til staðar og lítil fyrirhöfn að færa gögn á milli til frekari úrvinnslu

Sem fyrr er kerfið bæði á íslensku og ensku og hjálpartextar eru í vinnslu en markmiðið er að ekki þurfi nein tæknitröll til að framkvæma og vinna úr könnunum. Viðskiptavinir hafa tekið nýjum hugbúnaði fagnandi enda stendur hann eldri lausn framar á öllum sviðum. 
Framundan er áframhaldandi þróun enda eru aldrei færri en tveir tölvunarfræðingar að störfum við verkefni tengd kerfinu. Nú styttist í nýja útgáfu sem kynnt verður innan fárra vikna. 

Leave a Reply

Your email address will not be published.