Þegar atkvæðamagn ræðst af eign eða framlagi
Um nokkurt skeið hafa Outcome kannanir séð um kosningar í atvinnurekendasamtökum þar sem vægi aðila ræðst af framlagi. Framkvæmdin hefur gengið vel og þetta er mun einfaldari og ódýrari leið en póstkosningar þar sem þátttakendur þurftu að póstleggja atkvæðaseðla eftir að kosið var.
Lausnin hefur verið þróuð frekar og nú er hægt með einföldum hætti að nýta rafrænar atkvæðagreiðslur á fundum þar sem lögð er fram mál með stuttum fyrirvara sem afstöðu þarf að taka til og eða kosningar um t.d. stjórnarmenn. Niðurstaða fæst strax og fullt tillit er tekið til fjölda þeirra atkvæða sem hver og einn ræður yfir.
Loks er hægt að beita tölvupósti og sú leið getur hentað þegar ekki er talin ástæða til fundarhalda eða þau ekki möguleg. Félagsmenn t.d. í hlutafélögum geta þannig tekið þátt í atkvæðagreiðslum óháð staðsetningu eða búsetu. Athugið að beiting þessara aðferða byggir á því að samþykktir og lög viðkomandi félags leyfi svona verklag.