Í byrjun sumars kaus Læknafélag Íslands sér nýjan formann. Í félaginu er þannig gróska að félagsmenn vilja taka þátt og móta það. Því voru nokkur framboð. Tvær umferðir voru nauðsynlegar til að ná fram hreinum meirihluta og segja má að nálgunin sé ekki ósvipuð aðferðum Frakka þegar þeir kjósa sér forseta. Þetta fór allt vel fram og ágætis þátttaka var í kosningunni.