Skip to content

Kosningar á hluthafafundum

  • by

Starfsmenn Könnuðar hafa unnið að þróun kosningakerfis sem getur mætt óskum mismunandi hópa um rafrænar kosningar. Þannig eru kosningar í t.d. hlutafélögum örðuvísi en kosningar í stéttarfélögum. Hluthafa hafa kosningarétt sem byggir á hlutafjáreign og hún endurspeglar þann fjölda atkvæða sem þeir ráða yfir. Þetta hefur verið leyst í kosningakerfinu og skrá hluthafa er þannig lesin inn með upplýsingum um fjölda atkvæða sem hver ræður yfir.

Annað verkefni tengt kosningum í hlutafélögum tengist því að kosning skal í ákveðnum tilfellum eingöngu fara fram inni á fundi og ekki annarsstaðar – því er hægt að virkja stýringar sem veita eingöngu aðgang á tilteknum stöðum en ekki öðrum. Þó þannig að hægt er að setja upp kjörstaði og dæmi um slíkt er þegar starfsemi félags er dreifð á margar starfsstöðvar þá gætu þær talist hluti af fundarstað og þar er samþykkt að atkvæði megi greiða. Þar sem um rafræna kosningu er að ræða skiptir engu hvar í heiminum sú starfsstöð kann að vera svo lengi sem netsamband er fyrir hendi. Þó er það þannig að oft eru ekki hömlur til staðar og hluthafar geta þá greitt atkvæði hvar sem þeir eru staddir samhliða því að oft er boðið upp á útsendingu fundar sem gerir þeim mögulegt að fylgjast með framgangi hans.

Fleiri viðfangsefni hafa verið leyst og nú er hægt að reka allar megin kosningar sem íslensk hlutafélagalög gera ráð fyrir og bæði möguleiki á hlutfallskosningum og margfeldiskosningum.

Farið hefur verið í ýmsar aðgerðir til að auðvelda innskráningu og birtingu kjörseðla og allt útlit hefur verið gert snjallsímavænt þannig að hluthafar geta nýtt eigin síma til þátttöku.