Kosningakerfið í stöðugri þróun

Í gegnum árin hefur rafrænum kosningum verið sinnt samhliða þróun kannanakerfisins enda mikil samlegð þessara tveggja kerfa. Þó er munur á mörgum sviðum. Á síðasta ári var lagt í vinnu til að hægt væri að mæta kröfum sem fram eru settar af ASÍ um framkvæmd rafrænna kosninga og þar með opnað á að aðildarfélög ASÍ gætu nýtt kerfið að nýju. Sú vinna hefur gengið vel og þróast áfram. 
Á árinu 2018 var aukin áhersla lögð á að takast á við kosningar á fundum þannig að félög gætu kosið á aðalfundum með rafrænum hætti. Þannig hefur verið þróuð lausn sem auðveldar t.d. aðalfundarstörf í félögum. Nokkur reynsla er komin á framkvæmd og aðferðir og stuðst er við kosningar þar sem snjallsímar spila töluverða rullu. Heilt yfir hefur fundarmönnum gengið vel að kjósa stjórnir og taka afstöðu til mikilvægra málefna með þessum hætti. Starfsmenn Könnuðar skipuleggja og halda um alla framkvæmd. Framundan eru frekari viðfangsefni tengd kosningum og unnið er að því að geta boðið allar kosningaaðferðir sem íslensk hlutafélagalög bjóða. Loks er í boði að kosningar fari fram  byggt á hlutafjárflokkum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.