Innskráningu í kannanakerfið breytt

Slóð á innskráningu í kannanakerfið hefur nú verið breytt og er nú http://konnudur.is.

Ákveðið var að taka upp íslenskt lén sem er í senn lýsandi og ekki flókið að stafsetja. Einnig er þetta liður í uppfærslum og breytingum sem verða á kerfinu á næstu mánuðum. 
Áhrif á almenna notendur eru mjög takmörkuð. Þegar farið er inn í kerfið er slóðin http://konnudur.is. Ekki er gert ráð fyrir að þessar breytingar trufli þá sem svara könnunum sem nú þegar eru virkar. Ef hnökrar koma upp nægir að senda ítrekun á viðkomandi.  

Ef aðstoðar eða frekari upplýsinga er þörf þá hikið ekki við að hafa samband.

Leave a Reply

Your email address will not be published.