Skip to content

Innskráningarkerfi á fundi tengt rafrænum kosningum

Í framhaldi af eftirspurn eftir kosningum á hlutafélagafundum kom í ljós þörf fyrir nákvæma yfirsýn yfir skráða þátttöku og atkvæðavægi þátttakenda á fundum. Við ákveðnar aðstæður telst fundur ekki fullgildur nema að ákveðin þátttaka sé fyrir hendi en oft er það einnig þannig að stærri ákvarðanir verða ekki teknar nema með auknum meirihluta atkvæða og í sumum tilfellum þarf einnig hlutfall hluthafa sem taka þátt í fundinum að ná ákveðnu marki. 

Byggt á þessari þörf hefur Könnuður þróað innskráningarkerfi sem heldur um þessar lykil upplýsingar ásamt því að gefa þátttakendum kost á að veita öðrum aðilum umboð til að fara með sín atkvæði á tilteknum fundi. Öll framkvæmd og utan um hald er rafrænt og kjörnefndir sjálfar hafa getað sinnt stórum hluta þeirrar vinnu sem fram fer í aðdraganda funda. Við innskráningu er hlutahafa veitt aðgengi að upplýsinga síðu sem einnig er kjörsiða og þannig tengjum við innskráningu og meðferð atkvæða á fundi með skýrum og einföldum hætti.  

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *