Atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls samþykkt//
Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) ákvað á fundi fyrr í dag að efna til atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hjá þeim hjúkrunarfræðingum sem starfa samkvæmt kjarasamningi félagsins við fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs.
Atkvæðagreiðslan fer fram dagana 4. til 10. maí og nær til rúmlega 2100 hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. Vænta má niðurstöðu að morgni mánudagsins 11. maí.