Skip to content

Hjúkrunarfræðingar greiddu atkvæði um verkfall

Atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls samþykkt//

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) ákvað á fundi fyrr í dag að efna til atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hjá þeim hjúkrunarfræðingum sem starfa samkvæmt kjarasamningi félagsins við fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs.

Atkvæðagreiðslan fer fram dagana 4. til 10. maí og nær til rúmlega 2100 hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. Vænta má niðurstöðu að morgni mánudagsins 11. maí.

Sjá nánar um atkvæðagreiðslu FíH >>