Hafnsögumenn boða verkfall

Fyrir skömmu sáu Outcome kannanir um atkvæðagreiðslu fyrir Félag skipstjórnarmanna um verkfallsboðun. Um var að ræða þann hluta hópsins sem sinnir hafnsögu. Þar sem hópurinn er ekki stór þótti heppilegast að beita tölvupósti við atkvæðagreiðsluna og þátttaka vara afar góð þ.e. yfir 90% og niðurstaðan var afdráttarlaus.

Í þessu tilfelli stóð atkvæðagreiðslan í aðeins nokkra daga en hópurinn var samstíga og framkvæmdin gekk mjög vel. Rafrænar kosningar eiga ekki síður vel við í minni hópum en stærri, sérstaklega þegar hópar eru dreifðir og með breytilegan vinnutíma. Eins má fullyrða að þegar tími skiptir máli þá er engin leið hraðvirkari til að fá lýðræðislega niðurstöðu en rafræn kosning.