Góð niðurstaða, í bili, fyrir VM

Kjarasamningar Félags vélstjóra og málmtæknimanna.(VM) við Samtök atvinnulífsins var samþykktur í atkvæðagreiðslu sem lauk í liðinni viku. 

Fyrr á árinu var samningur felldur í atkvæðagreiðslu en nú eftir nokkrar lagfæringar samþykktu félagsmenn hann þó með litlum mun. Atkvæðagreiðslan var rafræn og fengu félagsmenn sendan kjörlykil í pósti ásamt frekari upplýsingum. Þeir félagsmenn sem voru á netfangaskrá VM fengu einnig senda tölvupósta með upplýsingum sem gerði þátttöku þeirra enn einfaldari. Almennt gekk framkvæmd atkvæðagreiðslunnar vel.

Frekari umfjöllun um niðurstöðuna má finna hér >>