Gestakönnun í Ljósafossstöð

Um þessar mundir á Landsvirkjun 50 ára afmæli og hefur að því tilefni sett upp metnaðarfullar orkuvísindasýningar í Kröflu og í Ljósafossstöð. Almenn ánægja er með sýningarnar og þær ágætlega sóttar.

Lögð fyrir á tveimur tungumálum
Í tengslum við þetta settu starfsmenn Outcome kannana upp ánægjukönnun í samráði við Landsvirkjun. Könnunin er á ensku og íslensku. Til að byrja með er hún lögð fyrir gesti í Ljósafossstöð en hugmyndir eru um að fá einnig fram mat á öðrum sýningum Landsvirkjunar.

Notendavæn birting á snertiskjá
Könnunin er birt á stórum snertiskjá sem blasir við gestum þegar gengið er út í kjölfar heimsóknar. Umgjörð og framsetning leiðir hinn aðspurða áfram og tækniþröskuldar hindra ekki þátttöku. Öll uppsetning tekur mið af því að auðvelt sé að svara könnuninni.

Viðtökur hafa verið góðar og gaman að fá að vera hluti af metnaðarfullu sýningarhaldi Landsvirkjunar. 

Nánar um Ljósafossstöð >>

Myndir frá orkusýningu >>