Formaður SA kjörinn í rafrænni kosningu

Í gær var Björgúlfur Jóhannsson endurkjörinn formaður Samtaka atvinnulífsins. Formannskjörið nú eins og mörg undanfarin ár var rafrænt og í höndum Outcome kannana. Félagsmenn fengu póst frá SA fyrir nokkru síðan með kjörgögnum sem gerði hverjum og einum mögulegt að greiða sitt atkvæði. Þessu var svo fylgt eftir með rafrænum hvatningum þar sem aðeins þeir sem höfðu brugðist við fengu ábendingar og hvatningu um þátttöku.

Kosningin var hlutfallsleg þannig að framlög einstakra fyrirtækja til Samtaka atvinnulífsins höfðu áhrif á atkvæðamagn viðkomandi. Haldið er utan um atkvæðamagn og uppreikning niðurstaðna í kerfum Outcome.