Í byrjun árs 2020 gekk Könnuður frá samkomulagi við fyrirtækið Dokobit um afnot af auðkenningarkerfum þeirra, en þeir styðjast við upplýsingar frá Auðkenni þar sem rafræn skilríki eru notuð við innskráningar. Nú er í boði að nýta rafræn skilríki við auðkenningu einstaklinga með aðferðum sem samsvara þeim sem nýttar eru t.d. við innskráningu í heimabanka. Með þessu skrefi hefur fjölbreytni auðkenningarmöguleika aukist hjá Könnuði og ítrustu kröfum mætt. Þegar hafa nokkrir viðskiptavinir valið að nýta þessa leið t.d. í kosningum á aðalfundum hlutafélaga. Almennt hefur krafan um bætta auðkenningu vaxið og sjaldnar en áður eru sendir tölvupóstar með fullu aðgengi að kjörseðlum enda tölvupósturinn ekki eins sterkt auðkenni og t.d. Íslykill eða rafræn skilríki.