Félagsmenn SFR samþykkja verkfall

Félagar í Stéttarfélagi í almannaþjónustu, SFR, hafa samþykkt boðað verkfall sem að óbreyttu hefst 15 október. Vel á þriðja þúsund félagsmenn tóku þátt í rafrænni atkvæðagreiðslu og greiddu atkvæði um verkfallið. Niðurstaðan var afgerandi og stærstur hluti hópsins er tilbúinn í verkfallsaðgerðir.

Framkvæmdin var í höndum Outcome kannana en fyrirtækið Umslag sá um að prenta og póstleggja kjörgögn til félagsmannna. Í kjölfarið voru svo tölvupóstar notaðir til að koma kjörlyklum til félagsmanna á vefpóstlista félagsins. Framkvæmdin gekk öll vel og hinn fjölbreytti hópur sem félagið skipar náði vel að vinna með rafrænu kjörgögnin sem dreift var til þeirra.

Nánar um verkfallið hér >>