Skip to content

Farmanna- og fiskmannasamband Íslands semur

Fyrir skömmu samþykktu félagsmenn innan Farmanna- og fiskimannasambandsins kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök atvinnulífsins. Atkvæðagreiðslan um samninginn var rafræn og kjörgögn ásamt kynningu  voru send félagsmönnum í pósti og svo síðar á staðfest netföng. Vel á sjötta hundruð félagar í þeim þremur félögum sem að FFSÍ standa fengu sendingar og kjörtíminn hafður ríflegur vegna starfa félagsmanna. Góður helmingur þ.e. 54% tóku þátt og niðustaðan var sú að samningurinn var samþykktur.