Skip to content

Birting kannana í snjallsímum

Sífellt fleiri nota snjallsíma sem samskiptatæki og því eru fleiri nú en áður sem svara könnunum í gegnum síma eða snjalltæki. Byggt á þessu þarf að huga að hönnun og framsetningu kannana. Hvernig á útlitið að vera? Hvernig á að setja fram spurningaskala og hvernig er heppilegast að eiga samskipti?

Í rannsókn sem kynnt var nýlega í International Journal of Public Opinion Research kemur m.a. fram að ekki er mælanlegur munur á þátttöku í könnunum þar sem margar spurningar eru birtar á sömu síðunni (e. scrolling) eða þeim könnunum þar sem ein spurning (e. paging) er birt í einu.

Þátttakendur í rannsókninni  voru hinsvegar fljótari að svara könnun þar sem margar spurningar eru birtar á sömu síðunni  en þar sem ein spurning birtist í einu og færri tæknilegar truflanir komu fram. Því var sá hópur ánægðari með sína þátttöku.

Það hvernig spurningaskalarnir voru fram settir þ.e. láréttir eða lóðréttir  hafði engin áhrif á þátttakendur.

Ýmislegt annað áhugavert kom fram í umræddri rannsókn en hana má finna hér.

Sem fyrr er það vel framsett og markviss könnun sem virkar. Skýrar spurningar gefa af sér skýr svör sem geta orðið grunnur að verðmætum upplýsingum. Þetta er útgangspunktur í vandaðri kannanagerð en að sjálfsögðu þarf að tryggja að kannanir séu aðgengilegar og læsilegar í þeim samskiptatækjum sem fólk notar hverju sinni.  Í hverju tilfelli þarf svo að meta hvort eigi að birta spurningar á samfelldri síðu eða staka spurningu í senn.

Þórður H. 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *