Bankamenn segja já

Í gær lauk atkvæðagreiðslu Samtaka starfsmanna í fjármálafyrirtækjum um kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Atkvæðagreiðslan stóð í viku tíma og kjörlyklum var dreift til rúmlega 4000 félagsmanna með tölvupósti. Framkvæmdin gekk mjög vel og þátttaka með besta móti en yfir 80% nýttu atkvæðisrétt sinn. Niðurstaðan var sú að samningurinn var samþykktur með 63,5% greiddra atkvæða.

Meira um atkvæðagreiðsluna á vef SSF >>