Aukin þjónusta – uppsettir kjörstaðir

Könnuður býður nú uppsettar kjörstöðvar sem nýtast á fundum. Í flestum tilfellum er þetta leið fyrir þá sem ekki nýta snjallsíma til að greiða sín atkvæði. Þeir mæta með sín kjörgögn og fá með þeim aðgang að eigin kjörseðlum. Þannig tryggjum við að enginn verði utan gátta þegar að rafrænum kosningum kemur. Sá möguleiki er einnig fyrir hendi að allir greiði sín atkvæði á kjörstað í staðinn fyrir að nýta símana. Þetta er auðvitað val viðskiptavinarins og getur þá tengst því að upplýsingar um netföng eða símanúmer kjósenda liggja ekki fyrir – Í þeim tilfellum er kjörgögnum úthlutað gegn auðkenningu og svo er kosið á kjörstað fremur en í síma. 

Markmiðið er auðvitað að auka sveigjanleika og fjarlægja tækniþröskulda í framkvæmd rafrænna kosninga. 

Leave a Reply

Your email address will not be published.