Árangur í vefkönnunum

Allir get sett upp Outcome vefkönnun, en færri ná að klára þann feril með nægilega árangursríkum hætti. Kapp er best með forsjá og nokkur lykilatriði verða alltaf að vera í forgrunni. Hér eru nokkur atriði sem þarf að hugsa vel um. Ef það er gert bætir það örugglega könnunina sjálfa og framkvæmd hennar.

1. Markmið könnunar 

Allar vefkannanir sem skila eiga gagnlegum upplýsingum þurfa fylgja skýrum markmiðum. Áður en þú skipuleggur framkvæmdina skaltu gera þér góða grein fyrir vandamálinu sem þú vilt leysa eða hvaða upplýsingar það eru sem þú þarfnast. Þetta verður rauði þráðurinn í spurningagerðinni og svörin sem þú vilt ná fram taka mið af þessari upplýsingaþörf. Skýr upplýsingamarkmið eru lykill árangurs.

2. Val á viðmælendum

Viðmælendurnir sem þú velur til þátttöku í vefkönnuninni skipta miklu máli. þú velur vandlega þann hóp sem þú vilt spyrja. Valið á að taka mið af markmiðum og eðli könnunarinnar og þannig færðu raunsæja mynd af skoðunum þess hóps sem skiptir máli í þínu tilfelli.  

3. Gæði spurninga.

Vefkannanir byggðar upp á stuttum og markvissum spurningum er líklegri til árangurs en óljósar og ómarkvissar langlokur. Þú verður að spyrja skýrra spurninga ef þú vilt skýr svör. Þeir sem svara vefkönnunum er oft óþolinmóðir og líkur eru á að þeir gefist upp í miðju kafi ef spurningarnar eru ekki nægilega skýrar. Settu því fram skýrar spurningar með afdráttarlausum svarmöguleikum

4. Skipulag könnunar.

Oft gleymist að hugsa um hvernig spurningum er raðað. Rétt röðun skila betri svörum frá viðmælendum. Megin reglan er sú að byrja á spurningum sem teljast almenns eðlis og enda í sértækari spurningum. Töluvert er til af tilbúnum spurningaskapalónum og kannanagrunnum og stuðningur af slíkum tólum geta hjálpað. Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Outcome könnunum.

5.Kynning könnunar.

Það hvernig þú kynnir vefkönnun fyrir ætluðum þátttakendum hef töluverð áhrif á árangur könnunarinnar. Ef um vefkönnun er að ræða er yfirleitt árangursríkast að kynningin sé líka rafræn. Ef þú vilt að brugðist verði við boði um þátttöku þarftu að færa góð rök fyrir því afhverju fólk ætti að taka þátt og skilyrði er að vera stuttorður í öllum skrifum.

6. Mat á niðurstöðum.

Árangur góðrar könnunar er fyrst og fremst mældur í þeim gögnum og upplýsingum sem könnunin skilar. Þegar lagt er af stað í kannanagerð þarf að liggja fyrir hvaða grunnupplýsingum sóst er eftir og velheppnuð vefkönnun með réttum spurningum á að skila þeim. Þegar könnun lýkur tekur úrvinnsla við þar sem gögnum er breytt í upplýsingar. Þægileg úrvinnslutól fylgja Outcome kannanakerfinu og auðvelt er að ná fram upplýsingum þaðan á skömmum tíma. Markmiðið er að upplýsingarnar hjálpi þér eða þeim sem unnið er fyrir í ákvarðanatöku og markmiðasetningu.  

Ef þessi atriði eru höfð í huga í kannanagerðinni aukast líkur verulega á því að framkvæmdin heppnist og þær upplýsingar sem sóst er eftir skili sér í þeim gögnum sem safnast. Notendur Outcome kannanakerfisins geta alltaf leitað til okkar. Kapp er best með forsjá og oft getur verið gott að fá leiðsögn áður en lagt er af stað. Léleg gögn verða sjaldnast að góðum upplýsingum. 

Þórður H.

Leave a Reply

Your email address will not be published.