Landsbjörg kýs sér nýja stjórn

Í seinnihluta maí fór fram landsþing Landsbjargar. Að þessu sinni fór landsþingið fram á Akureyri en þingið sem haldið er annað hvert ár færist á milli  svæða. Kosningar voru sem fyrr rafrænar á þessu þingi og fékk hver skráður fundarmaður kjörlykil sem hann gat nýtt í hverri og einni kosningu. Framkvæmdin gekk vel fyrir sig og mikil þátttaka var í kosningunum sem kjörstjórn hélt vel utan um með tæknistuðningi frá Outcome könnunum.

Sjá nánar hér >>