Skip to content

Að smíða skráningarform með kannanakerfinu

Með auðveldum hætti móttekur þú rafrænar skráningar í gegnum kannanakerfið 

Auðvelt er að setja upp skráningarform í gegnum kannanakerfið og safna þannig skráningum á þægilegu formi til að vinna með. Með því að nota spurningategundir og textainnsláttarformin í kerfinu er hægt að setja upp bæði einföld og flókin skráningarform.

Nú hafa frekari möguleikar bæst við.

  • Hægt er að setja inn forskráðar upplýsingar á borð við nafn og netfang og jafnvel sértækar upplýsingar sem tengjast viðkomandi þátttakanda sem gera þá skráninguna markvissari og betri.
  • Ef til eru netföng mögulegra þátttakanda þá er hægt að senda skráningarformið í tölvupósti og ítrekanir á þá sem ekki bregðast við.
  • Hægt er að fylgjast af nákvæmni með þátttöku og það getur skipt máli þar sem krafa er gerð um svör og hægt að fylgja málum vel eftir.
  • Mögulegt er að senda staðfestingarpóst um þátttöku á þá sem svara og eins er hægt að senda þeim afrit af gefnum svörum á pdf. formi þannig að aldrei sé vafi um þátttöku eða hverju var svarað.

     Dæmi um nýtingu þessa möguleika er t.d. námsval í 9. og 10. bekk en þar fá nemendur og í sumum tilfellum foreldrar líka staðfestingu á vali eftir að það hefur farið fram og enginn vafi um hvað nemandinn valdi. Allar skráningar safnast í Excel töflu sem starfsfólk á skrifstofu skólans á auðvelt með að halda utan um.

    Einnig má nefna skráningar á viðburði sem sumir eru umfangsmiklir með fjölbreyttu vali og svo einfaldari skráningar á borð við íþrótta- og fjölskyldumót. 

    Ávinningurinn er skýr því bæði sá sem skráir og sá sem tekur við skráningu fá þægilegt umhverfi til að vinna með. Uppsetning og framkvæmd er á færi leikmanns. Hikið ekki við að kalla eftir frekari upplýsingum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *