Á síðasta ári var opnað á þann möguleika að koma kjörgögnum og kjörlyklum með sms skeytum til þátttakenda í kosningum. Þetta á sérstaklega vel við kosningar á fundum þar sem kjörlyklum er komið þeirra sem skráðir eru inn á fundinn. Langflestir nýta snjallsíma til þátttöku og því er oft heppilegra að senda sms skeyti en að senda hefðbundinn tölvupóst þó sá kostur sé auðvitað í boði. Þetta þýðir að kjörnefnd þarf að hafa upplýsingar um símanúmer en einnig er hægt að fá þau staðfest hjá viðkomandi þegar hann skráir sig til fundar.
Að mörgu leyti er það meira afgerandi að fá sms í símann en að fá tölvupóst þar sem hann getur í einhverjum tilfellum endað í síum eða í möppum þar sem hann finnst ekki. Því getur verið gott að eiga þennan kost og í einhverjum tilfellum hafa framkvæmdaaðilar kosninga nýta báða kostina jöfnum höndum. Þessi aðferð hefur verið notuð á stórum pólitískum fundum og á fundum hluthafa í hlutafélögum. Reynslan hefur verið góð og tækniþröskuldar eru ekki að hjá annars mjög breiðan hóp í bæði aldri og tækniþekkingu