Félagsmenn FÍA samþykkja langtímasamning við Icelandair

Flugmenn hjá Icelandair samþykktu nýjan kjarasamning sem er til lengri tíma. Rafræna kosningin gekk vel og áhugi var mikill. Auðkenning kjósenda fór fram með Íslykli. Niðurstaðan var afdráttarlaus því uþb. 96% af þeim 96% sem tóku þátt studdu samninginn. Ánægja var með niðurstöðuna og hún túlkuð sem stuðningur flugmanna við viðspyrnu Icelandair á erfiðum tímum.