Opinber nýsköpun – hver er staða hennar?

Opinber nýsköpun

Opinberir aðilar, eins og allir aðrir sem að rekstri standa, þurfa að þróast í sínum störfum og þjónustu. Bæði snýr það að tæknibreytingum og svo að almennri þróun í samfélaginu. Fjármálaráðuneytið hefur átt frumkvæði að skoðun á stöðu nýsköpunar hjá íslenskum ríkisstofnunum og í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga hafa sambærilegir þættir verið skoðaðir á meðal stofnana og fyrirtækja sveitarfélaga.

Í lok síðasta árs voru settar af stað rafrænar kannanir á meðal ráðuneyta, ríkisstofnana. Aðlöguð könnun var svo send til stofnana sveitarfélaga. Að norrænni fyrirmynd var lagt mat á stig nýsköpunar hjá þessum aðilum. Um var að ræða þrjár kannanir sem starfsmenn Könnuðar settu upp í Outcome kannanakerfinu og var beint að mismunandi markhópum þar sem kafað var nokkuð djúpt í eðli þeirrar nýsköpunar sem fram fer í opinberum rekstri. Með góðri eftirfylgni náðist mjög ásættanlegt svarhlutfall og góð svör sem gáfu góða mynd af stöðunni. 
Fulltrúar ráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga fengu aðgang að öllum gögnum og gátu þannig kafað dýpra og auk þess voru hrágögn samkeyrð í heilstæðar niðurstöður. Öll framkvæmd og úrvinnsla gekk vel og samstarfið hið ánægjulegasta

Nánari umfjöllun um nýsköpun hjá opinberum aðilum >>