Rafrænt val í Réttó

Annað árið í röð nýtir Réttarholtsskóli Outcome kannanakerfið með nokkuð óhefðbundnum hætti. Með kannanakerfinu eru lögð valblöð fyrir nemendur sem hefja nám í 9. og 10. bekk næsta vetur. Þar sem allir nemendur sem þátt taka hafa netfang er hægt að senda valblöðin með tölvupósti á hópinn. Einnig skapar þessi aðferð möguleika á eftirfylgni þar sem auðvelt er að senda ítrekanir á þá nemendur sem ekki hafa brugðist við. Umsjónaraðilar hafa alltaf yfirsýn yfir þá sem ekki bregðast við og geta þannig gengið á eftir svörum með mjög markvissum hætti.

Annað atriði sem skiptir máli í þessari nálgun, er að eyðublaðið sjálft er sett upp með skilyrðum sem tryggja að nemendur fylli þau út með réttum hætti – Ekki er hægt að sleppa lykilatriðum úr og aðeins hægt að velja tiltekinn fjölda námskeiða. Innsending valblaðs er ekki möguleg nema að skilyrðum uppfylltum.

Loks þegar nemandi hefur fyllt út sitt valblað og sent, þá berast gögnin inn í gagnagrunn umsjónaraðila sem auðveldar fulltrúum skólans alla frekari úrvinnslu en einnig fá bæði nemandinn sjálfur og foreldri afrit af valinu þannig að allir sem að málinu koma eru upplýstir og enginn vafi er um hvað var valið. 

Þessi nýting byggir ekki að neinni sérútgáfu af Outcome kannanakerfinu og allir notendur þess hafa því möguleika á að uppsetningu rafrænna skráningaforma og í kaupbæti fæst þægileg umsjón með skráningum, auðveld hvatning og upplýsingagjöf til þeirra sem skrá sig. Ef þú hefur áhuga á að skoða svona möguleika frekar þá hikaðu ekki við að hafa sambandi við okkur.

Þórður H.

Leave a Reply

Your email address will not be published.