Rafrænar kosningar á fundi

Aðgengilegt kosningakerfi

Rafrænar kosningar á fundum eru komnar til að vera. Nú er einfaldara en nokkru sinna að reka fullgildar kosningar á t.d. félags- eða hlutahafafundi. Það hefur sýnt sig að fundarmenn ráða vel við að kjósa rafrænt í gegnum síma og smátölvur og hægt er að ná fram niðurstöðum án þess að fundur tefjist. Nú í vor bættist innskráningarkerfi við kosningakerfið þannig að umsjónaraðilar fundar geta skráð fundarmenn inná fundinn og afhent kjörlyklar rafrænt við skráninguna. Með notkun innskráningarkerfisins næst góð yfirsýn yfir þá sem eru mættir, þá sem eru mættir með fullgilt umboð og loks liggur bæði fjöldi fundarmanna og heildaratkvæðamagn á fundi fyrir við upphaf hans. Þetta eru atriði sem skipt geta máli í stærri ákvarðanatökum þar sem t.d. er gerð krafa um að tveir þriðjuhlutar atkvæðamagns og/eða félagsmanna séu aðilar að viðkomandi ákvörðun. 

Unnið er að frekari þróun viðmóts og einföldun ferla svo auðvelt sé að reka kosningu án sértækrar þekkingar. Helsti samstarfsaðili Könnuðar í þessari þróun er Verkfræðistofan Efla en þar eru hluthafafundir fjarfundir og kosið rafrænt á öllum stöðum á sama tíma.