Öryggi

Gagnaöryggi og trúnaður eru lykilatriði í starfsemi fyrirtækisins.

Upplýsingaöryggi er samvinnuverkefni Outcome kannana og viðskiptavina fyrirtækisins. Áhersla er lögð á að sú samvinna sé skilvirk þannig að öryggismál séu ávallt í forgrunni.

Allir starfsmenn og þjónustuaðilar Outcome kannana ehf. eru bundnir trúnaði og eru skuldbundnir sig til að vernda gögn og upplýsingakerfi viðskiptavina. Þagnarskylda gildir um viðskiptavini og hagsmuni þeirra.

Í kerfum sínum leggur fyrirtækið sig einnig fram um að verja persónuupplýsingar þeirra sem taka þátt í könnunum, kosningum eða öðrum verkefnum sem fyrirtækið á aðild að. Einstaklingur getur án hættu á persónugreiningu svarað könnun, greitt atkvæði eða tjáð skoðun.

Vottuð hýsing gagna

Hýsing kerfa og þeirra gagna sem eru í umsjá Outcome kannana ehf. er öll í netþjónasal á Íslandi. Hýsingin er vottuð samkvæmt ÍST ISO/IEC 27001:2005 staðlinum. Öll gögn sem Outcome kannanir ehf. geyma fyrir sína viðskiptavini eru öryggisafrituð á hverjum sólarhring og afrit geymd í 6 mánuði. Afritunin byggir á Tivoli Storage Manager ( TSM) þar sem bæði eru afritun og gagnageymslu að ræða.

 

Vottuð hýsing og gögn öryggisafrituð