Ný persónuverndarlög

Framan af ári hefur mikil umræða farið fram um ný persónuverndarlög og breytingar sem þurfa að verða á verklagi og geymslu gagna sem innihalda persónugreinanleg gögn. Í nýju kannanakerfi hefur verið sett upp tól sem auðveldar það að eyða út gögnum sem talist geta persónugreinanleg. Niðurstöður eru sjaldnast persónugreinanlegar þar sem kerfið sjálft sér um að svör og persónuupplýsingar verði ekki rakin saman. Hitt er það að þegar könnunum er dreift til þátttakenda er stuðst við persónugreinanleg göng á borð við netföng, nöfn ofl. Þessar upplýsingar hafa ekki þýðingu eftir að könnun lýkur. Almennt gildir því að innan skamms tíma skuli þessar upplýsingar fjarlægðar, nema að rök séu fyrir geymslu. Þetta er alltaf ákvörðun sem framkvæmdaaðili þarf að taka en í kannanakerfinu er nú tól sem gerir viðkomandi mögulegt að fjarlægja persónugreinanleg gögn en halda niðurstöðum. Þetta hefur reynst vel og eru hluti af vinnu okkar við að standast kröfur og væntingar á þessu sviði.  

Leave a Reply

Your email address will not be published.