Kannanaaðferðir

Aðferðir við framkvæmd kannana

Kannanir eru hluti af rannsóknum, hvort sem þær eru tengdar fræðilegum viðfangsefnum eða snúa að praktískri upplýsingaöflun sem getur tengst stefnumótun, viðskiptum, starfsmannamálum eða öðrum viðfangsefnum. Markmiðið og það umhverfi sem menn búa við ræður því hvaða aðferð hentar best hverju sinni.

Oftast er byggt á tveimur megin aðferðum.

Tvær meginaðferðir kannana

Megindlegar rannsóknir (Quantitative research) þar sem tölulegum gögnum er safnað þar sem t.d. spurningalistar eru lagðir fyrir úrtak hóps. Þær skila tölulegum upplýsingum um t.d. viðhorf og hegðun hópsins.

Eigindlegar rannsóknir (Qualitative research) snúa að einstalkingi eða litlum hópum og samtöl/viðtöl eru notuð til að fá fram upplýsingar. Hér ræður hinn aðspurði för því honum eru ekki settar skorður í umfjöllun og svörum. Með þessum ætti er hægt að fá dýpri sýn á afstöðu og viðhorf einstaklinga til einstakra mála en niðurstöður er ekki hægt að yfirfæra á stærri hópa eða nýta til að draga ályktanir um tiltekna hópa.


Nýting vefkannana

Vefkannanir nýtast mjög vel í megindlegum rannsóknum enda getur öll úrvinnsla farið fram með rafrænum hætti og skömmum tíma er hægt að fá fram mjög skýrar tölfræðiniðurstöður. Í ákveðnum tilfellum getur verið heppilegt að blanda eigindlegum rannsóknaaðferðum inn í vefkönnun og gefa þá einstaklingi færi á að tjá sig frekar um einstök mál eða setja fram skilaboð sem falla utan spurningarammans. Þessi gögn verður rannsakandinn að túlka sjálfur.