Helstu aðferðir

Póstkosningar - Lykilorð send í bréfi

Kjörlyklum dreift með pósti Þessi leið hentar vel þar sem netfangaskrá viðkomandi hóps er ekki fullkomin eða að reglur viðkomandi félags leyfa ekki notkun tölvupósts. Kjörlykill berst þá viðkomandi með pósti og kjörseðill eða atkvæðaseðill er þá aðgengilegur á netinu skv. fyrirmælum sem send eru með póstinum. Eftir að lykillinn hefur verið notaður brotnar hann og tryggt er að aðeins er hægt að beita honum einu sinni.  

Tölvupóstkosning - Einfalt og árangursríkt

Nýting tölvupósts í atkvæðagreiðslum er hagstæðasta og í flestum tilfellum fljótlegasta leið sem völ er á. Forsenda hennar er hinsvegar sú að netföng þeirra sem eru á kjörskrá sé þekkt amk að mestu leyti.Netfang viðkomandi er hans heimilisfang á netinu og kjörgögnum ásamt kjörlykli er komið til viðkomandi með tölvupósti. í framhaldinu getur sá hinn sami greitt atkvæði með því að smella á tengil sem fylgir tölvupóstinum, þar með opnast kjörseðillinn og greiða má atkvæði með einum smelli. Með þessum hætti má virkja mun stærri hóp og atkvæðagreiðslan verður lýðræðislegri en ella. Talning atkvæða er rafræn og frágangur niðurstöðuskýrslu tekur skamma stund.Möguleiki er að blanda atkvæðagreiðslu með tölvupósti saman við aðrar aðferðir. Mat á aðferðum og framkvæmd hverju sinni er unnin í nánu samráði við verkkaupa og þá tekið mið af aðstæðum og forsendum hverju sinni. 

Kosning á fundi - Staðbundnar kosningar

Atkvæðagreiðsla á fundi (Staðbundin atkvæðagreiðsla)Á fundum og samkomum eru greidd atkvæði um menn og málefni. Með einföldum hætti er hægt að stilla rafrænni atkvæðagreiðslu þannig upp að hún henti vel við slíkar aðstæður. Bæði er hægt að setja upp kjörstað á fundarstaðnum og einnig er möguleiki að nýta spjaldtölvur og farsíma til að greiða atkvæði með lykli /lyklum sem atkvæðibærum fundarmönnum er úthlutað. Með þessum hætti er hægt að fá fram niðurstöður um málefni og menn  á fundinum af öllum gerðum. Reglur fundar segja til um hvort atkvæðagreiðslan sé eingöngu staðbundin eða hvort fundarmenn sem ekki eru á staðnum geti greitt atkvæði. 

Breytilegt atkvæðamagn - Hlutafélög ofl.

Í mörgum samtökum og félögum ræðst það atkvæðamagn sem hver aðili ræður yfir af vægisreglum sem byggja t.d. á eign, umboði eða framlagi til starfs og þá gildir ekki einn maður eitt atkvæði. Hjá Outcome könnunum hefur þessum breytileika verið mætt með sértækri lausn sem tekur mið að vægisreglum í framkvæmd atkvæðagreiðslunnar.

Dæmi um atkvæðagreiðslur af þessu tagi geta verið atkvæðgreiðslur hluthafa eða kosningar til stjórnar í félögum svo eitthvað sé nefnt. Slíkar atkvæðagreiðslur geta verið staðbundnar, framkvæmdar með tölvupósti eða á vef, allt eftir eðli atkvæðagreiðslunnar. Útfærsla framkvæmdar fer fram í samráði við verkkaupa og tekið er mið af aðstæðum og eðli þess hóps sem unnið er með hverju sinni.