Einfalt og öruggt

Allir geta notað Outcome kannanakerfið 

Tugir viðskiptavina vinna reglulega kannanir með Outcome kerfinu
Kannanir, atkvæðagreiðslur og rafræn eyðublöð
Við leysum málin með þér

Kannanir

Rafrænar kannanir opna nýja spennandi möguleika í kannanagerð þar sem gerð spurningalista, framkvæmd kannana og úrvinnsla gagna er öll á færi notandans sem að sjálfsögðu fær hjálp þegar á þarf að halda 

Kosningar

Rafrænar atkvæðagreiðslur njóta aukinna vinsælda. Ástæður þess eru að langflestir hafa orðið aðgang að netinu með einhverjum hætti og möguleikum til aðgengis fjölgar jafnt og þétt með tilkomu spjaldtölva og snjallsíma.Aðstoð

Þegar kannanir eru framkvæmdar þarf að vanda til verka. Okkur er í mun að þín könnun heppnist og því hjálpum við þér að gera hlutina rétt.  Þegar koma upp vandamál þá leysum víð úr þeim í sameiningu. 

Rafræn eyðublöð

Kerfið gefur möguleika á uppsetningu eyðublaða sem eru aðgengileg á netinu. Auðveld söfnun skráninga og utanumhald ásamt þægilegum og markvissum samskiptum við markhópinn. 

Rafræna prófakerfið bætt og uppfært

07/02/2019

Kannanakerfið nýtist ekki eingöngu sem kannanakerfi því sá grunnur sem þar hefur verið byggður upp gerir okkur mögulegt að reka kosningar, smíða rafræn eyðublöð og framkvæma próf svo eitthvað

Þínar niðurstöður í SPSS

15/01/2019

Kannanakerfið mætir öllum almennum kröfum notenda og rannsakenda bæði í uppsetningu og framsetningu kannana, útsendingu með öruggum og árangursríkum hætti og loks þegar að úrvinnslu kemur. Þar er k

Atvinnuflugmenn kjósa rafrænt

28/12/2018

Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur sl. ár alfarið kosið um sína samninga með rafrænum hætti og sú aðferð hefur gefist vel. Allt ferlið er hraðvirkt og stuðst er við Íslykil og rafrænar inns

Sameining tveggja stórra stéttarfélaga

05/12/2018

Í fyrrihluta nóvember kusu SFR og St.Rv. um sameiningu. Kosningin var rafræn og Könnuður sá um rafræna framkvæmd kosninga fyrir SFR. Almennt gekk framkvæmd kosningana vel og meirihluti félagsma

Könnun á klukkutíma

Outcome kannanakerfið er einfalt í notkun og vanur notandi getur á skömmum tíma sett upp frambærilega könnun og virkjað hana. Oft þarf ekki meira en hálftíma til að koma könnun á stað og strax streyma inn gögn. Fyrir ykkur hin sem eruð ekki eins sjóuð þá aðstoðum við og komum ykkur á leiðarenda.