Guðjón efstur en Ólína í þriðja sæti – Rafræn kosning

Í liðinni viku fór fram prófkjör Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi og þar voru 3 frambjóðendur sem sóttust eftir 2 sætum. Framkvæmd prófkjörsins var í höndum Outcome kannana og tókst vel til. Þátttakan var góð og almenn því yfir 46% félagsmanna í NV kjördæmi tóku þátt.

Kosningin var rafræn og stuðst við innskráningu með Íslykli. Almennt gekk það mjög vel. Til að mæta þeim sem ekki treystu sér til að nýta rafræna innskráningu eða kusu að skila atkvæði á pappír var einnig boðið uppá að greiða atkvæði með gamla laginu en fulltrúar kjörstjórnar sáu um að koma atkvæðum með réttu hætti inn í kosningakerfið.  

Framkvæmdin öll gekk hnökralítið fyrir sig og klukkustund eftir að kosningu lauk lá atkvæðaskýrsla fyrir.