Atvinnuflugmenn kjósa rafrænt

Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur sl. ár alfarið kosið um sína samninga með rafrænum hætti og sú aðferð hefur gefist vel. Allt ferlið er hraðvirkt og stuðst er við Íslykil og rafrænar innskráningar sem hentar vel fyrir þennan hóp. Flugmenn eru almennt virkir í kosningum og mjög góður meirihluti lætur afstöðu í ljós til samninga. Nýverið lauk kosningu um kjarasamning við flugfélagið Erni en á árinu 2018 hefur verið samið við nokkra helstu flugrekstraraðila á Íslandi. 
Sjá nánar á síðu FÍA >>